Innlent

Ísland og Noregur í varnarsamstarf

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála.

Ákvörðunin er tekin eftir að Norðmenn lýstu því yfir að þeir væru reiðubúnir til þessa samstarfs í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Á fundi forsætisráðherranna var jafnframt ákveðið að fela utanríkisráðuneytum landanna undirbúning málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×