Innlent

Sigurerni ekki fargað

Sigurerni verður ekki fargað.
Sigurerni verður ekki fargað. MYND/Stefán

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir tilkynnti nú rétt í þessu að sýnin sem tekin höfðu verið úr erninum Sigurerni og tveimur fálkum í húsdýragarðinum vegna gruns um fuglaflensumótefni í þeim hefðu reynst neikvæð. Sýnin voru send til Svíþjóðar til rannsókna.

Yfirdýralæknir segir því að óhætt sé sleppa Sigurerni en ekki er þó vitað hvenær það verður gert. Til stóð að sleppa honum í dag en vegna tilmæla frá yfirdýralækni var því frestað um óákveðinn tíma.

Mótefnið sem um ræðir fannst í landnámshænum í Húsdýragarðinum á dögunum og var á sjöunda tug fugla í garðinum fargað af þeim sökum í upphafi vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×