Innlent

Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum fyrir vatnsverkefni

Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum króna í vatnsverkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar með því að ganga í hús um allt land. Er þar um að ræða metupphæð en í fyrra söfnuðust 6,8 milljónir. Fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar að börn frá 64 prestaköllum hafi tekið þátt í söfnunninni en fjármunirnir fara í að tryggja íbúum í Afríku aðgang að hreinu vatni. Daglega deyja 4.900 börn í þróunarlöndum vegna þess að þau drekka óhreint vatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×