Innlent

Nærri tíunda hvert heimili án reykskynjara

Enginn reykskynjari er á nærri einu af hverjum tíu heimilum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna.

Könnunin var kynnt nú fyrir hádegi. Í ljós kemur að innan við helmingur landsmanna hefur allan lágmarksviðbúnað á heimilum sínum - en til hans telst reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppi.

En slökkviliðsmenn mega stoltir vera af störfum sínum því nær 99 prósent landsmanna bera mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Af þeim sem hafa þurft að nota þjónustuna eru 95 prósent ánægðir.

Björn Karlsson brunamálastjóri segir helstu niðurstöður könnunarinnar þær að hátt í tíu prósent heimila á höfuborgarsvæðinu séu ekki með reykskynjara. Það komi í sjálfu sér ekki á óvart en að undanförnu hafi orðið eldsvoðar þar sem fólk hafi látist og hann telji að það megi að hluta til rekja til þess að fólk hafi ekki verið með reykskynjara.

Þegar Björn er spurður að því hvaða ráð hann hafi handa fólki aðdraganda aðventunnar nefnir Björn þrjú orð - reykskynjari sem virkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×