Fjárlögum vísað til þriðju umræðu 24. nóvember 2006 11:57 MYND/AP Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent