Innlent

Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í Norðausturkjördæmi á morgun

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi ákveða á morgun í prófkjöri hvernig framboðslisti þeirra fyrir komandi þingkosningar kemur til með að líta út. Kosið verður á 22 stöðum í kjördæminu en auk þess var kosið í Grímsey á miðvikudaginn var.

Alls gefa níu manns kost á sér í prófkjörinu, þar af þrír sem sækjast eftir því að leiða listann. Það eru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna og Þorvarldur Ingvarsson læknir.

Kjörstaðir verða opnir frá níu til átján á morgun en þar sem kjördæmið er víðfemt fer talning ekki fram fyrr en á sunnudag og þá verða úrslitin ljós. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir frá 9. nóvember en henni lýkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×