Innlent

Umhverfissamtök eru æf út í Íslendinga vegna togveiða

Íslendingar eru sagðir hafa unnið vondan sigur hjá Sameinuðu þjóðunum með því að koma í veg fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Sjávarútvegsráðherra segir að margar þjóðir standi með Íslendingum.

Tillaga um að banna botnvörpuveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum var rædd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Allmargar þjóðir hafa lýst sig andvígar algjöru banni, þar á meðal Ísland. Reynt var að ná samkomulagi um þá málamiðlum að setja skammtíma bann á tiltekin svæði, en ekki náðist niðurstaða sem öllum líkaði.

Umhverfisverndarsamtök virðast kenna Íslandi einu um hvernig fór, og ausa skömmum yfir Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×