Formúla 1

Schumacher hefur ekki áhyggjur af framtíðinni

Michael Schumacher er hér í kampavínssturtu með heimsmeistaranum Fernando Alonso
Michael Schumacher er hér í kampavínssturtu með heimsmeistaranum Fernando Alonso NordicPhotos/GettyImages

Ævisaga Michael Schumacher kemur í bókahillur á næstu dögum og ber einfaldlega heitið "Schumacher". Sjöfaldur heimsmeistarinn segist ekki óttast aðgerðaleysi í framtíðinni þó hann sé hættur að keppa og flestir reikna með að hann setjist við hlið Jean Todt hjá Ferrari og sinni starfi ráðgjafa liðsins.

Í bók sinni segir Schumacher að íþróttin hafi kennt sér mikið um sjálfan sig og segist mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem honum hafi gefist með því að keppa í Formúlu 1. "Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að ég væri bestur og ósigrandi, en ég veit í sannleika sagt ekkert hvað tekur við nú þegar ég er hættur að keppa. Það kemur allt í ljós en ég hef engar áhyggjur af framtíðinni," segir kappinn í formála bókarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×