Enski boltinn

Joey Barton hefur ekki áhyggjur af landsliðinu

Joey Barton
Joey Barton NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn skrautlegi Joey Barton hjá Manchester City segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hljóti ekki náð fyrir augum Steve McClaren hjá enska landsliðinu og segist heldur vilja vinna titla með liði City.

Barton hefur staðið sig vel með City í vetur og þó enska landsliðið sé í ákveðnum vandræðum um þessar mundir, hefur hinn 24 ára gamli leikmaður engar áhyggjur af því að hafa enn ekki fengið tækifæri með landsliðinu.

"Ég hef ekkert með það að gera hvort ég er valinn í landsliðið eða ekki, það er undir öðrum komið. Ég vil miklu frekar vinna bikar með City en að fá minn fyrsta landsleik. Þetta snýst ekki um mig, heldur knattspyrnufélagið sem ég leik með. Því betur sem okkur gengur, því ánægðari er ég. Ef okkur fer svo að ganga betur, verður eflaust ekki hægt að horfa framhjá mér mikið lengur. Ég mun leggja mig allan fram með City og læt annað sjá um sig sjálft," sagði Barton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×