Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs 21. nóvember 2006 17:15 Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira