Erlent

Sautján létust í sjálfsmorðssprengjuárás

MYND/AP

Sautján verkamenn létust og fjörtíu og níu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás suður af Bagdad höfuðborg í Íraks í dag. Róstursamt hefur verið í landinu í dag en að minnsta kosti tuttugu og fjórir vopnaðir menn, klæddir í lögreglubúningum, stormuðu inn á heimili aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraks og rændu honum. Ráðherrann, Síjinn Ammar al-Saffar, situr í ríkisstjórn Nuri al-Malaki og er í Dawaflokknum.

Skotið var á ráðherrann þegar hann var á leið frá heimili sínu til vinnu í júní 2004. Hann slapp ómeiddur.

Utanríkisráðherra Sýrlands kom til Bagdad í dag til að hitta leiðtoga landsins, þar á meðal Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×