Enski boltinn

Gallas nýtur hverrar mínútu

Gallas fagnar markinu sem hann skoraði gegn Liverpool um síðustu helgi.
Gallas fagnar markinu sem hann skoraði gegn Liverpool um síðustu helgi. Getty Images

Franski varnarmaðurinn William Gallas er hæsta ánægður í herbúðum Arsenal og segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Chelsea í sumar.

Flestir telja að Arsenal hafi gert kjarakaup með því að fá Gallas auk vænlegrar summu í staðinn fyrir Ashley Cole í sumar, en franski varnarmaðurinn hefur leikið mjög vel fyrir sitt nýja lið.



"Ég sé ekki eftir neinu. Ég nýt lífsins hjá Arsenal og tel að við getum náð góðum árangri á tímabilinu," segir Gallas. Hann telur að liðið sé búið að finna sitt besta form eftir frækna sigra á Manchester United og Liverpool á síðustu vikum. "Sigurinn gegn Man. Utd gaf okkur sjálfstraustið sem þurfti og mér finnst við vera að spila mun betur nú en í upphafi leiktíðar."

Gallas segir ennfremur að það sé gjörólíkt að vinna með Arsene Wenger en Jose Mourinho. "Ég ber mikla virðingu fyrir Mourinho sem er frábær í sínu starfi. En mér líkar betur við sóknarboltann hjá Wenger. Ég hafði talað við Thierry Henry og Emmanuel Petit um Wenger og vissi að hverju ég gekk. Hann er stórkostlegur þjálfari," segir Gallas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×