Enski boltinn

Roeder lætur Akanni heyra það

Glenn Roeder
Glenn Roeder NordicPhotos/GettyImages

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, brást reiður við ummælum Waidi Akanni hjá nígeríska knattspyrnusambandinu, sem lét hafa það eftir sér í gær að Obafemi Martins hefði aldrei átt að ganga í raðir "smáliðs" eins og Newcastle því það myndi aðeins skemma fyrir honum knattspyrnuferilinn.

Roeder var ekki skemmt þegar hann heyrði af ummælum Akanni, sem er fyrrum landsliðsmaður Nígeríu, og lét hann heyra það til baka í samtali við Newcastle Evening Chronicle.

"Hver er þessi maður annars? Ég hef aldrei heyrt hann nefndan. Hann á vissulega rétt á skoðun sinni rétt eins og aðrir, en hver vill heyra þær? Ég held hann ætti að halda þeim út af fyrir sig," sagði Roeder og benti á að maðurinn vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala.

"Þessi maður ætti ekki að vera að skipta sér af málum Newcastle og ég veit fyrir víst að hann hefur aldrei komið á St. James´Park og heyrt 52.000 áhorfendur styðja við bakið á liðinu. Obafemi Martins hefur það fínt hjá Newcastle og hefur ekki yfir neinu að kvarta, nema kannski meiðslum sínum. Hann er nú allur að koma til og getur ekki beiðið eftir að hoppa upp í flugvélina með okkur og mæta Arsenal," sagði Roeder.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×