Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga 13. nóvember 2006 12:45 Bandaríksir hermenn í Írak. MYND/AP Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar. Erlent Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira