Segjast munu bregðast af hörku við árásum Ísraela 12. nóvember 2006 12:30 Íranar munu bregðast við að hörku ráðist Ísraelar á kjarnorkuvinnslustöðvar landsins. Þeir ætla að halda áfram auðgun úrans þrátt fyrir andstöðu Vesturveldanna og Ísraela. Þetta kom fram í máli Mohammad Ali Hosseini, formælanda íranska utanríkisráðuneytisins, í morgun. Ummælin eru viðbrögð Írana við þeim vangaveltum ísraelskra embættismanna að rétt gæti verið gera árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana til að koma í veg fyrir að þeir komi sér um atómsprengjum. Ísraelar eru ekki ókunnir slíkum árásum því árið 1981 eyddu þeir Osirak-kjarnakljúfnum í Írak vegna ótta um að Saddam Hussein þróaði þar kjarnavopn. Hosseini sagði að ef gripið yrði til svipaðra bragða nú myndi íranski byltingaherinn svara fyrir sig skjótt og örugglega og af mikilli hörku. Spurður hvort Íranar ætluðu að halda áformum sínum um auðgun úrans til streitu sagði Hosseini það yrði reynt en í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina enda væri vinnslan í friðsamlegum tilgangi. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Bandaríkjanna gærkvöld. Í heimsókn sinni hyggst hann ræða við George Bush, forseta landsins, um stefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum í ljósi úrslita þingkosninganna. Kjarnorkudeilan við Íran verður án efa þar til umræðu en í samtölum við blaðamenn í gær sagði Olmert að Ísraelsstjórn hefði nú ýmsa kosti til skoðunar sem ekki væri tímabært að ræða nánar. Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Íranar munu bregðast við að hörku ráðist Ísraelar á kjarnorkuvinnslustöðvar landsins. Þeir ætla að halda áfram auðgun úrans þrátt fyrir andstöðu Vesturveldanna og Ísraela. Þetta kom fram í máli Mohammad Ali Hosseini, formælanda íranska utanríkisráðuneytisins, í morgun. Ummælin eru viðbrögð Írana við þeim vangaveltum ísraelskra embættismanna að rétt gæti verið gera árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana til að koma í veg fyrir að þeir komi sér um atómsprengjum. Ísraelar eru ekki ókunnir slíkum árásum því árið 1981 eyddu þeir Osirak-kjarnakljúfnum í Írak vegna ótta um að Saddam Hussein þróaði þar kjarnavopn. Hosseini sagði að ef gripið yrði til svipaðra bragða nú myndi íranski byltingaherinn svara fyrir sig skjótt og örugglega og af mikilli hörku. Spurður hvort Íranar ætluðu að halda áformum sínum um auðgun úrans til streitu sagði Hosseini það yrði reynt en í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina enda væri vinnslan í friðsamlegum tilgangi. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Bandaríkjanna gærkvöld. Í heimsókn sinni hyggst hann ræða við George Bush, forseta landsins, um stefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum í ljósi úrslita þingkosninganna. Kjarnorkudeilan við Íran verður án efa þar til umræðu en í samtölum við blaðamenn í gær sagði Olmert að Ísraelsstjórn hefði nú ýmsa kosti til skoðunar sem ekki væri tímabært að ræða nánar.
Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira