Enski boltinn

Sissoko verður frá í þrjá mánuði

Mohamed Sissoko spilar varla með Liverpool fyrr en í janúar eða febrúar
Mohamed Sissoko spilar varla með Liverpool fyrr en í janúar eða febrúar NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur greint frá því að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í þrjá mánuði eftir að hann fór úr axlarlið í leik gegn Birmingham í gærkvöld. Sissoko fer í aðgerð vegna meiðsla sinna í næstu viku og hefur Rafa Benitez þegar lýst yfir áhyggjum sínum af yfirvofandi fjarveru þessa duglega leikmanns sem spilar flesta leiki með liðinu.

"Við verðum að leysa skarð hans með þeim leikmönnum sem fyrir eru í það minnsta fram í janúar, en það er erfitt að fylla skarð leikmanns eins og Momo sem spilar alla leiki okkar," sagði Benitez.

Sissoko missti úr marga leiki á síðustu leiktíð eftir að hann slasaðist illa á auga í leik gegn Benfica í Meistaradeildinni. Hann kom til Liverpool frá Valencia í júlí í fyrra og kostaði Liverpool 5 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×