Erlent

Býst við að dauðadómnum verði framfylgt innan árs

Saddam Hussein
Saddam Hussein MYND/AP

Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, býst við að dauðadómnum yfir Saddam Hussein verði framfylgt innan árs. Fréttastofan BBC greinir frá þessu en Maliki býst ekki við að horfið verið frá því að framfylgja dómum vegna þrýstings þar um. Maliki segir Írökum mikið í mun að umheimurinn virði dómskerfi Íraka. Saddam Hussein væri dæmdur til dauða, fyrir tveimur dögum, fyrir glæpi gegn mannkyninu.

Maliki sagði jafnframt í viðtalinu að her Íraka yrði tilbúinn innan nokkurra mánaða að taka við baráttunni gegn uppreisnarmönnum í landinu. Hann sagði stjórnendur herja Breta og Bandaríkjamanna hafa skort allan skilning á ástandinu í Írak þegar þeir gerðu innrásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×