Innlent

Óttast aðlögunarvanda eins og sæmdarmorð múslima

Í þættinum Íslandi í bítið í morgun sagði Guðjón Arnar Kristjánsson. að hann óttaðist að fá hingað aðflutt fólk sem ekki aðlagaðist okkar samfélagi. Hann sagðist lesa í orð Jóns Magnússonar á þann hátt að hann hefði verið að vara við hlutum eins og sæmdarmorðum múslima.

Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins skrifar í morgunblaðið í dag og ítrekar stefnu flokksins varðandi menningu og trú þar sem segir að fólk hafi rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra svo lengi sem það skerði ekki rétt annarra eða brjóti gegn lögum.

Í bréfi því sem Jón Magnússon. skrifar segir hann Ég vil ekki fá hing að fólk úr bræðralagi Múhameðs sem hefur sín eigin lög og virðir ekki lágmarks mannréttindi og misbýður konum. Ég vil ekki fá til Íslands hópa sem eru til vandræða alls staðar í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×