Erlent

Meirihlutinn telur það til góða ef Demókratar sigra kosningarnar

George Bush
George Bush MYND/AP

Meirihluti Bandaríkjamanna telur að ef Demókratar ná meirihluta á þingi þá muni efnahagsmálum landsins, þróuninni í Írak og baráttunni gegn hryðjuverkum miða í rétta átt. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN lét gera og birti í dag. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun.  

Fimmtíu og átta prósent þátttakenda sögðu að ef Demókratar væru með meirihluta á þingi myndu efnahagsmálin þokast í rétta átt. Fjörtíu og þrjú prósent sögðu hins vegar að það væri efnahagsmálum landsins til góða að Repúblikanar leiddu þingið. Könnunin sýnir einnig að 54% telja að ef Demókratar ná völdum á þinginu þá muni þróunin í Írak færast í rétta átt en 34% telja að Repúblikanar geti gert það sama.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×