Innlent

Ragnheiður kominn aftur í annað sætið

MYND/Vísir

Ragnheiður Hergeirsdóttir er komin aftur í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Aðeins munar þremur atkvæðum á Lúðvíki og Ragnheiði í annað sætið. Lúðvík er nú í fjórða sæti en aðeins munar þrjátíu atkvæðum á honum og Róberti Marshall í þriðja sætið.

Þegar búið er að telja 4.850 atkvæði eða 94% atkvæða er staðan þessi: Björgvin er með 1.626 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2 sæti með 1.463 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti með 1.866 atkvæði í 1.-3. sætið. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti með 2.219 atkvæði í 1.-4. sætið. Jón Gunnarsson er í 5. sæti með 1.870 atkvæði í 1.-5. sætið. Guðrún Erlingsdóttir er í 6. sæti. Jenný Þórkalta Magnúsdóttir er í 7. sæti.

Samkvæmt reglum prófkjörsins þurfa bæði kynin að skipa að minnsta kosti tvö af fimm efstu sætunum. Miðað við þessar reglur víxlast sæti Jóns og Guðrúnar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×