Enski boltinn

Ætlar ekki að gefast upp

Newcastle, undir stjórn Roeder, er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Newcastle, undir stjórn Roeder, er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Getty Images.

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hefur tjáð leikmönnum sínum að þeir verði að átta sig á því hvaða þýðingu það hefur fyrir þá að klæðast treyju félagsins. Roeder segir leikmenn hafa brugðist trausti stuðningsmanna.

Newcastle tapaði fyrir nýliðunum í Sheffield United á heimavelli á laugardag og segir Roeder að sú frammistaða hafi verið sú versta sem lið hans hafi sýnt frá því að hann tók við stjórnartaumunum um mitt síðasta tímabil.

"Ég hef sagt leikmönnunum að svona frammistaða verði ekki leyfð aftur. Ég held að sumir leikmenn þurfti að átta sig á því hvað það þýðir að klæðast treyju Newcastle. Þeir verða að átta sig á því að stuðningsmenn liðsins eyða fúlgum fjár í að ferðast með þeim á útivelli víðsvegar um landið og styðja þá fram í rauðann dauðann. Það þýðir ekki að endurgjalda þeim þetta traust með spilamennsku eins og boðið var upp á laugardag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×