Erlent

Umhverfisverndar- sinnar mótmæla í Lundúnum

Umhverfisverndarsinnar mótmæla í Lundúnum í dag og benda á að þau séu enginn brandari.
Umhverfisverndarsinnar mótmæla í Lundúnum í dag og benda á að þau séu enginn brandari. MYND/AP

Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum.

Mótmælin koma í kjölfar útgáfu skýrslu þar sem sagt var að miklar hörmungar biðu heimsbyggðarinnar ef umhverfismál yrðu ekki í færð í lag og rétt fyrir upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um umhverfismál sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir í Kenía.

Mómælendur kröfðust þess einnig að Bretland myndi aðstoða þróunarríki í umhverfismálum. Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að mikilla breytinga sé þörf í umhverfismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×