Erlent

Framtíð Kosovo óráðin enn um sinn

Albanskt barn leikur sér við rústir húss í Kosovo.
Albanskt barn leikur sér við rústir húss í Kosovo. MYND/UNMIK

Ákvörðun um sjálfstæði Kosovo frá Serbíu gæti frestast um heilt ár vegna nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu í Serbíu sem samþykkti að Kosovo væri órjúfanlegur hluti Serbíu.

Þetta kom fram í viðtali við Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í morgun. Vesturveldin vilja síður ákveða framtíð Kosovo fyrir kosningar í Serbíu til þess að koma í veg fyrir að þjóðernissinnar í Serbíu geti notfært sér málefnið í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×