Erlent

Finnskir ritstjórar ákærðir vegna hatursbréfs um Gyðinga

Finnski ríkissaksóknarinnhefur lagt fram kærur á hendur ritstjórum tveggja dagblaða fyrir að birta lesendabréf þar sem hvatt var til ofbeldisverka gegn Gyðingum og lýst velþóknun á helför nasista.

Í tilkynningu frá finnska ríkissaksóknaranum segir að þarna hafi augljóslega verið farið útfyrir mörk tjáningarfrelsis.

Bréfið var birt í júlí, síðastliðnum, eftir að Ísraelar höfðu ráðist inn í Líbanon. Í því sagði að Gyðingar væru ættbálkur, gegn hverjum ofbeldi á hæsta stigi væri leyfilegt og æskilegt. Jafnframt lagði höfundur blessun sína yfir helför nasista gegn Gyðingum.

Höfundur bréfsins, sem ekki er nafngreindur, verður einnig sóttur til saka fyrir að ala á hatri gegn minnihlutahópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×