Gleði og sorg hjá Eiði Smára 31. október 2006 21:33 Eiður Smári sést hér fagna marki sínu í kvöld. Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira