Erlent

Eitt hundrað bandarískir hermenn hafa farist í bardögum í Írak í október

Bandarískur hermaður stendur vaktina í Sadr-hverfi Bagdad í morgun.
Bandarískur hermaður stendur vaktina í Sadr-hverfi Bagdad í morgun. MYND/AP

Alls hafa eitt hundrað bandarískir hermenn farist í Írak það sem af er október mánuði og er það mesta mannfall á einum mánuði undanfarið ár.

Talið er að hægt sé að rekja aukið ofbeldi í Írak undanfarið til Ramadan mánaðar en árásir herskárra uppreisnarmanna aukast gjarnan á því tímabili. Bandarískir embættismenn hafa líka sagt að uppreisnarmenn í Írak hafi sett aukinn kraft í aðgerðir sínar í von um að hafa áhrif á bandaríska kjósendur fyrir þingkosningar sem fara fram þann 7. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×