Innlent

Tölur kl. 21:30 - Pétur vantar 10 atkvæði í 6. sætið

Pétur Blöndal vantar nú aðeins 10 atkvæði til að ná 6. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Staða efstu manna hefur ekkert breyst þegar 7.909 atkvæði hafa verið talin af rúmlega 10.000. Geir Haarde er efstur, hefur hlotið 7.558, þar af 7.050 atkvæði í 1. sætið. Guðlaugur Þór Þórðarson í öðru sæti með 6.445 atkvæði, þar af 3.828 atkvæði í 1. - 2. sæti. Björn Bjarnason er í þriðja sæti með 5.493 atkvæði, þar af 3.062 atkvæði í 1. - 2. sætið. Það munar því 766 atkvæðum á þeim í 1. - 2. sæti.

Guðfinna Bjarnadóttir er með 6.385 atkvæði og situr í fjórða sæti og Illugi Gunnarsson hefur hlotið 6.367 atkvæði í 1. - 5. sæti.

Spennan virðist nú einna helst um 6. sætið en Ásta Möller hefur hlotið 3.985 atkvæði í 1. - 6. sæti en Pétur Blöndal er með 3.975 atkvæði í 1. - 6. sæti. Hann vantar því eins og áður segir aðeins 10 atkvæði til að taka 6. sætið af Ástu Möller.

Reiknað er með að lokaniðurstöður liggi fyrir eftir rúma klukkustund.

1 Geir H. Haarde 7.558

2 Guðlaugur Þór Þórðarson 6.445

3 Björn Bjarnason 5.493

4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 6.385

5 Illugi Gunnarsson 6.367

6 Ásta Möller 6.302

7 Pétur H. Blöndal 5.934

8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.074

9 Birgir Ármannsson 6.056

10 Sigríður Andersen 4.905

11 Dögg Pálsdóttir 4.656

12 Grazyna M. Okuniewska 2.718

13 Kolbrún Baldursdóttir

14 Vernharð Guðnason

15 Þorbergur Aðalsteinsson

16 Jóhann Páll Símonarson

17 Vilborg G. Hansen

18 Steinn Kárason

19 Marvin Ívarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×