Innlent

Tölur kl. 19:30 - Óræð ummæli Björns Bjarnasonar auka enn á spennuna

Óræð ummæli Björns Bjarnasonar um hvort hann taki sæti á lista samkvæmt úrslitunum í prófkjörinu auka enn á spennuna í talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Björn Bjarnason sagði í viðtali við NFS um klukkan 19:30, að hann myndi ræða það þegar úrslitin lægju fyrir hvaða sæti hann myndi taka. Hann játar sig þó ekki sigraðan en Guðlaugur Þór Þórðarsson er enn í öðru sæti þegar búið er að telja 5.512 atkvæði. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller.

1 Geir H. Haarde 5.294

2 Guðlaugur Þór Þórðarson 4.458

3 Björn Bjarnason 3.896

4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.436

5 Illugi Gunnarsson 4.477

6 Ásta Möller 4.375

7 Pétur H. Blöndal 4.170

8 Sigurður Kári Kristjánsson 4.260

9 Birgir Ármannsson 4.247

10 Sigríður Andersen 3.374

11 Dögg Pálsdóttir 3.261

12 Grazyna M. Okuniewska 1.876



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×