Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN 27. október 2006 20:45 MYND/Gunnar V. Andrésson Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira