Innlent

Kostnaður við prófkjör sagður 2,7 milljónir króna

MYND/ÞÖK

Kostnaður við framboð Péturs H. Blöndal í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninga er 2,7 milljónir króna. Þetta upplýsir Pétur í tilkynningu til fjölmiðla og segir greint frá tölunum í kjölfar getgátna í fjölmiðlum um kostnað prófkjöra.

Fram kemur í tilkynningunniað frramboðið hafi varið 1,6 milljónum króna í fundaröð í Háskóla Íslands. Þá hafi verið keyptar almennar auglýsingar fyrir rúmlega 600 þúsund krónur en auk þess nam annar kostnaður um 400 þúsund krónum, þar á meðal gerð heimasíðu framboðsins og leiga á fundarsölum eftir því sem segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×