Innlent

Þjóðhátíðarsjóður lagður niður

MYND/Pjetur

Til stendur að leggja niður Þjóðhátíðarsjóð innan fjögurra til fimm ára og greiða út höfuðstól hans á næstu árum. Sjóðurinn var settur á fót árið 1977 og var stofnfé hans þrjú hundruð milljónir króna sem var ágóði af sölu svokallaðrar þjóðhátíðarmyntar sem slegin var í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi árið 1974.

Sjóðurinn styrkir þá sem vinna að varðveislu og vernd menningarverðmæta en hann hefur rýrnað nokkuð á síðustu árum meðal vegna þess að sala á minningarpeningum hefur verið lítil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum úthlutað á bilinu tveimur til fimm milljónum króna til ýmissa aðila og samkvæmt upplýsingum í forsætisráðuneytinu eru um 80 milljónir í höfuðstól sjóðsins nú. Hugmyndin er að hækka framlögin í 15-20 miljónir á ári og klára þannig höfuðstólinn á næstu árum og leggja sjóðinn niður í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×