Gefur ekki upp hvorn hann styður 26. október 2006 20:45 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki gefa upp hvort hann styðji Björn Bjarnason eða Guðlaug Þór Þórðarson í annað sætið í Reykjavík. Vilhjálmur hefur lýst opinberlega yfir stuðningi við Guðlaug Þór en prýðir einnig forsíðu kosningabæklings Björns. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarstjóri hefur lýst yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson í Reykjavík og opnaði kosningaskrifstofu hans í Reykjavík. Hann hélt hinsvegar líka ræðu þegar Björn Bjarnason opnaði sína skrifstofu. Vel valdar setningar úr þeirri ræðu eru nú í kosningabæklingi Björns og mynd af borgarstjóranum eftirsótta prýðir einnig forsíðu bæklingsins og ummæli hans um að einmitt svona stjórnmálamenn eigi að styðja. Báðir sækjast frambjóðendurnir eftir öðru sæti og átökunum er lýst sem einvígi milli ólíkra fylkinga í flokknum. Vilhjálmur er greinilega orðinn lykilmaður í stuðningi við báða frambjóðendur. Hann segist fyrst og fremst hafa verið að lýsa mannkostum þessara einstaklinga. Ekki bara þessara tveggja sem keppa um annað sætið heldur fleiri, m.a. Ástu Möller. Þetta fólk þekki Vilhjálmur vel og hefur unnið með því. Það sé svo kjósenda að raða þessu fólki í sæti á lista. Framboð Guðlaugs Þórs brást ókvæða við kosningabæklingi Björns og svaraði með auglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem Vilhjálmur og Guðlaugur Þór standa saman og haft er eftir borgarstjóranum að styðja eigi Guðlaug Þór. Fyrir neðan myndina stendur Guðlaugur Þór í annað sætið. Sætið sem Guðlaugur og Björn berjast um en úrslitin verð ljós á laugardag. Vilhjálmur segist styðja bæði Guðlaug Þór og Björn en ekki tiltaka ákveðið sæti. Vilhjálmur segir ljóst að Guðlaugur Þór hafi stutt sig mjög vel en Vilhjálmur hafi ákveðið að tiltaka ekki hvar hann vilji að hver lendi í sæti. Hann beri fullt traust til allra þeirra sem hann hafi stutt. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki gefa upp hvort hann styðji Björn Bjarnason eða Guðlaug Þór Þórðarson í annað sætið í Reykjavík. Vilhjálmur hefur lýst opinberlega yfir stuðningi við Guðlaug Þór en prýðir einnig forsíðu kosningabæklings Björns. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarstjóri hefur lýst yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson í Reykjavík og opnaði kosningaskrifstofu hans í Reykjavík. Hann hélt hinsvegar líka ræðu þegar Björn Bjarnason opnaði sína skrifstofu. Vel valdar setningar úr þeirri ræðu eru nú í kosningabæklingi Björns og mynd af borgarstjóranum eftirsótta prýðir einnig forsíðu bæklingsins og ummæli hans um að einmitt svona stjórnmálamenn eigi að styðja. Báðir sækjast frambjóðendurnir eftir öðru sæti og átökunum er lýst sem einvígi milli ólíkra fylkinga í flokknum. Vilhjálmur er greinilega orðinn lykilmaður í stuðningi við báða frambjóðendur. Hann segist fyrst og fremst hafa verið að lýsa mannkostum þessara einstaklinga. Ekki bara þessara tveggja sem keppa um annað sætið heldur fleiri, m.a. Ástu Möller. Þetta fólk þekki Vilhjálmur vel og hefur unnið með því. Það sé svo kjósenda að raða þessu fólki í sæti á lista. Framboð Guðlaugs Þórs brást ókvæða við kosningabæklingi Björns og svaraði með auglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem Vilhjálmur og Guðlaugur Þór standa saman og haft er eftir borgarstjóranum að styðja eigi Guðlaug Þór. Fyrir neðan myndina stendur Guðlaugur Þór í annað sætið. Sætið sem Guðlaugur og Björn berjast um en úrslitin verð ljós á laugardag. Vilhjálmur segist styðja bæði Guðlaug Þór og Björn en ekki tiltaka ákveðið sæti. Vilhjálmur segir ljóst að Guðlaugur Þór hafi stutt sig mjög vel en Vilhjálmur hafi ákveðið að tiltaka ekki hvar hann vilji að hver lendi í sæti. Hann beri fullt traust til allra þeirra sem hann hafi stutt.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira