Erlent

Óttast ekki lögsóknir

Norskum tölvuref, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hefur tekist að brjóta dulkóðun á iTunes-forriti Apple-fyrirtækisins. Dulkóðunin gerir að verkum að tónlist sem keypt er á iTunes, stærsta nettónlistarfyrirtæki heims, er einungis hægt að spila á iPod-spilurum frá Apple. Norðmaðurinn segir að með framtaki sínu verði hægt að hlaða tónlist af iTunes niður á aðra mp3-spilara og þar með raska yfirburðastöðu Apple á nettónlistarmarkaði. Hann ætlar að markaðssetja aðferðina og kveðst ekki óttast lögsóknir. Forsvarsmenn Apple hafa ekki viljað tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×