Erlent

Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg". Rice sagði ennfremur að ástandið í Darfur héraði Súdan færi versnandi og að alþjóðasamfélagið þyrfti að bregðast við. Hún sagðist einnig ætla að ræða málið við Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×