Erlent

Reykingabann í Hong Kong

Reykingabann á opinberum stöðum í Hong Kong mun taka gildi í Janúar á næsta ári. Þar með fylgir Hong Kong í fótspor Írlands og nokkurra stórborga í Bandaríkjunum. Veitingaiðnaðurinn í Hong Kong barðist gegn tillögunni þar sem hann verður að reyða sig á viðskipti reykingamanna og búast þeir við fjöldauppsögnum á veitingahúsamarkaðnum. Sem svar við þessu er ríkisstjórnin að hugleiða svokölluð "reykherbergi" á almennum stöðum.

Alls kosta reykingar skattgreiðendur í Hong Kong um 681 milljón dollara, eða nærri 47 milljörðum íslenskra króna, og vonast er til þess að þessi lagasetning muni að lokum draga úr þessum mikla kostnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×