Innlent

Landbúnaðarnefnd fjallar um samkeppnismál í næsta mánuði

MYND/GVA

Landbúnaðarnefnd Alþingis mun í næsta mánuði fjalla um nýfallinn úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem því var beint til landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lagabreytingum svo mjólkuriðnaðurinn yrði ekki undanþeginn samkeppnislögum eins og nú er.

Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að fara að tilmælum Samkeppniseftilitsins. Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðanefndar, segir að nú standi yfir kjördæmavika á þingi og fjölmargir þingmenn séu í prófkjörum á næstunni og hún búist við að fjallað verði um málið um miðjan næsta mánuð. Þá vilji hún kalla alla aðila málsins á fund nefndarinnar, þar á meðal fulltrúa Samkeppniseftirlitsins, talsmann neytenda og fulltrúa MS og Mjólku ásamt lögspekingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×