Lífið

Madonna í vandræðum

MYND/AP

Ættleiðing Madonnu á malavíska drengnum David Banda er farin að draga dilk á eftir sér. Í morgun kom faðir drengsins með yfirlýsingu þess efnis að hann hafi ekki vitað að hann væri að afsala sér syni sínum ævilangt. Hann heldur því fram að honum hafi verið sagt að Madonna væri einungis að sjá um hann þangað til drengurinn hefði lokið þeirri menntun sem hann ætti að fá á munaðarleysingjahælinu. Þegar hann var spurður út í af hverju hann hefði skrifað undir ættleiðingarpappírana svaraði faðir drengsins að hann gæti ekki lesið og hefði þess vegna ekki fyllilega skilið eðli málsins.

Málið er enn flóknara þar sem nú hafa alls 67 mannréttindasamtök höfðað mál til þess að koma í veg fyrir ættleiðinguna og hefst réttarhaldið í vikunni. Madonna hefur einnig heitið því að styrkja herferð, sem miðar að því að hjálpa munaðarlausum í malaví, um þrjár milljónir punda. Sumir hafa sagt að með því hafi hún verið að liðka fyrir ættleiðingarferlinu en spilling er mikið vandamál í Malaví.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×