Ný plata frá Birgi Hákoni: „Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. september 2024 07:01 Birgir Hákon er að gefa út sína aðra plötu í dag. Á henni er að finna samansafn af lögum sem rapparinn hefur samið undanfarin ár. Elsta lagið á plötunni er frá 2018 en það nýjasta frá því í fyrra. Friðgeir Trausti/Vísir/Vilhelm Önnur plata rapparans Birgis Hákons, sem ber stutta titilinn 111, kemur út í dag. Af því tilefni verður Birgir með partý á Prikinu í kvöld þar sem hann treður upp með góðum gestum. Á plötunni eru lög sem Birgir hefur samið á undanförnum sex árum. Birgir hefur talað opinskátt í fjölmiðlum um erfiða æsku sína; hvernig hann leiddist út í sölu eiturlyfja og þaðan út í handrukkun. Eftir að móðir Birgis greindist með krabbamein sneri hann við blaðinu og fann sér athvarf í tónlistinni. Þar hefur hann unnið úr reynslu sinni og um leið fjallað um harðan raunveruleika íslenskra undirheima. Fyrsta plata Birgis sem heitir Birgir Hákon kom út árið 2019. Hún vakti töluverða athygli vegna orðstírs hans og naut þar að auki töluverðra vinsælda. Birgir hefur síðan þá gefið út nokkra singúla sem margir hafa orðið stórir smellir. Aðdáendur hafa hins vegar þurft að bíða lengi eftir nýrri plötu. Nú er hún að koma út og því ákvað blaðamaður að taka púlsinn á Birgi. Þú ert að gefa út plötuna 111. Hverju eiga hlustendur von á? „Þetta er samansafn af efni sem ég er búinn að sanka að mér seinustu ár. Stórt EP myndi ég segja, mixtape-vibe, en samt varð þetta einhvern veginn að plötu, það kom strúktúr á þetta. Þetta er um lífið, hvernig þetta var og hvernig þetta er,“ segir Birgir. Hverfið sem bjó til Birgi Hákon Birgir segir æsku sína hafa einkennst af rótleysi og tíðum flutningum. Honum finnst samt mikilvægt að reppa Efra-Breiðholt enda hafi það hverfi mótað hann einna mest. Ljósmynd sem Breiðhyltingurinn Friðgeir Trausti Helgason tók árið 2008 í póstnúmeri 111 prýðir einmitt kápuna. Titillinn vísar í 111 í Efra-Breiðholti. Hvers vegna? „Ég ólst upp úti um allt, var á mjög miklu flakki og í kringum tíu grunnskólum. Við vorum í basli þegar ég var yngri,“ segir Birgir og bætir við að fjölskyldan hafi upplifað það að missa íbúðir, vera heimilislaus og búa í sumarbústað. Móðir Birgis háði langa baráttu við fjórða stigs krabbamein sem greindist fyrst í eitlum en dreifði sér síðan um líkamann. „Svo var ég mikið í Breiðholtinu. Vinur minn flutti þangað og ég í kjölfarið. Ég er búinn að búa út um allt en 111 er hverfið sem bjó til Birgi Hákon.“ Fjallar platan þá mikið um hverfið? „Klárlega, hvernig var að búa þar og æskuárin.“ Það eru fimm ár liðin frá fyrstu plötunni. Hvað ertu búinn að vera að bauka? „Ég er búinn að vera gefa út eitt og eitt lag. Annars er búið að vera mikið í gangi í fjölskyldunni. Ég er búinn að vera að sinna því. Mamma mín var með krabbamein og dó núna í febrúar. Hún var búin að vera mikið veik.“ Birgir var til umfjöllunar í Ísland í dag árið 2019 og ræddi þar um uppvaxtarár sín, tónlistina og veikindi móður sinnar. Skotheld vesti, kúlur og flex Á 111 er að finna lögin „Engin miskunn,“ „Skotheldu vesti“ og „Kúlur.“ Þó Birgir hafi yfirgefið sinn gamla heim er ljóst að hann er honum enn hugleikinn. Ertu ekkert farinn að fjarlægjast þennan harða heim? „Klárlega, maður er ekki nálægt þessu í dag. Maður á gamla vini, æskuvini og heyrir alltaf eitthvað. Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni. En maður tjáir reynslu í gegnum tónlistina. Þar á ég alveg nóg inni,“ segir Birgir. Bakhlið 111 með lista yfir lögin á plötunni (fyrir utan leynilagið). Hefurðu þróast mikið sem tónlistarmaður á þessum fimm árum? „Alveg helling, sum þessara laga tengi ég varla við. Elsta lagið þarna átti að vera á hinni plötunni og var tekið upp fyrir sex árum,“ segir Birgir og bætir við að það sé í raun leynilag sem sé ekki á lagalistanum á bakhlið plötunnar. „Þetta er lag sem við Birnir gerðum 2018 og tókum aftur upp á nýtt fyrir tíu dögum og rush-uðum í mix og það kemur út í dag.“ Hvað heitir það lag? „Það heitir Freakshow.“ Strax byrjaður að hugsa um framtíðina handan 111 Er þetta náttúruleg þróun frá síðustu plötu eða ertu að breyta til? „Þetta er smá í takt við síðustu plötu en með nýju ívafi. Mér finnst þetta samt ekki vera úthugsuð stúdíóplata, þar sem hvert lag er útpælt, heldur meira safn af stökum lögum. En ég er strax byrjaður að vinna í næstu plötu sem verður miklu umfangsmeira og stærra verk.“ Platan 111 kemur út í dag og hefst útgáfuhófið upp úr 21 á Prikinu. Þar ætlar Birgir að flytja lög af nýju plötunni ásamt góðum gestum, þar á meðal Þorra og Krabbamane, sem aðdáendur rapparans ættu að kannast við. Útgáfa sem þessi eru tímamót hjá öllum tónlistarmönnum. Það er ekki auðvelt að gefa út heila plötu og hvað þá aðra til. En Birgir virðist ekki ætla að staldra lengi við 111 og er þegar byrjaður að horfa til framtíðar. „Það er meira dót á leiðinni, ég ætla að vera full-on í tónlist næstu tvö ár og gera eitthvað stórt,“ segir Birgir Hákon að lokum. Tónlist Menning Tengdar fréttir Hætti að handrukka þegar mamma greindist með krabbamein Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaðu að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. 10. október 2019 10:35 Úrvalslið rappara í eina sæng Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið. 11. september 2023 18:00 Birgir Hákon: „Ég er ekki fyrirmynd, foreldar eru fyrirmynd “ Rapparinn Birgir Hákon gefur út lag og myndband sem gefur hlustendum sýn í hans eigin raunveruleika. 22. júní 2018 16:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Birgir hefur talað opinskátt í fjölmiðlum um erfiða æsku sína; hvernig hann leiddist út í sölu eiturlyfja og þaðan út í handrukkun. Eftir að móðir Birgis greindist með krabbamein sneri hann við blaðinu og fann sér athvarf í tónlistinni. Þar hefur hann unnið úr reynslu sinni og um leið fjallað um harðan raunveruleika íslenskra undirheima. Fyrsta plata Birgis sem heitir Birgir Hákon kom út árið 2019. Hún vakti töluverða athygli vegna orðstírs hans og naut þar að auki töluverðra vinsælda. Birgir hefur síðan þá gefið út nokkra singúla sem margir hafa orðið stórir smellir. Aðdáendur hafa hins vegar þurft að bíða lengi eftir nýrri plötu. Nú er hún að koma út og því ákvað blaðamaður að taka púlsinn á Birgi. Þú ert að gefa út plötuna 111. Hverju eiga hlustendur von á? „Þetta er samansafn af efni sem ég er búinn að sanka að mér seinustu ár. Stórt EP myndi ég segja, mixtape-vibe, en samt varð þetta einhvern veginn að plötu, það kom strúktúr á þetta. Þetta er um lífið, hvernig þetta var og hvernig þetta er,“ segir Birgir. Hverfið sem bjó til Birgi Hákon Birgir segir æsku sína hafa einkennst af rótleysi og tíðum flutningum. Honum finnst samt mikilvægt að reppa Efra-Breiðholt enda hafi það hverfi mótað hann einna mest. Ljósmynd sem Breiðhyltingurinn Friðgeir Trausti Helgason tók árið 2008 í póstnúmeri 111 prýðir einmitt kápuna. Titillinn vísar í 111 í Efra-Breiðholti. Hvers vegna? „Ég ólst upp úti um allt, var á mjög miklu flakki og í kringum tíu grunnskólum. Við vorum í basli þegar ég var yngri,“ segir Birgir og bætir við að fjölskyldan hafi upplifað það að missa íbúðir, vera heimilislaus og búa í sumarbústað. Móðir Birgis háði langa baráttu við fjórða stigs krabbamein sem greindist fyrst í eitlum en dreifði sér síðan um líkamann. „Svo var ég mikið í Breiðholtinu. Vinur minn flutti þangað og ég í kjölfarið. Ég er búinn að búa út um allt en 111 er hverfið sem bjó til Birgi Hákon.“ Fjallar platan þá mikið um hverfið? „Klárlega, hvernig var að búa þar og æskuárin.“ Það eru fimm ár liðin frá fyrstu plötunni. Hvað ertu búinn að vera að bauka? „Ég er búinn að vera gefa út eitt og eitt lag. Annars er búið að vera mikið í gangi í fjölskyldunni. Ég er búinn að vera að sinna því. Mamma mín var með krabbamein og dó núna í febrúar. Hún var búin að vera mikið veik.“ Birgir var til umfjöllunar í Ísland í dag árið 2019 og ræddi þar um uppvaxtarár sín, tónlistina og veikindi móður sinnar. Skotheld vesti, kúlur og flex Á 111 er að finna lögin „Engin miskunn,“ „Skotheldu vesti“ og „Kúlur.“ Þó Birgir hafi yfirgefið sinn gamla heim er ljóst að hann er honum enn hugleikinn. Ertu ekkert farinn að fjarlægjast þennan harða heim? „Klárlega, maður er ekki nálægt þessu í dag. Maður á gamla vini, æskuvini og heyrir alltaf eitthvað. Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni. En maður tjáir reynslu í gegnum tónlistina. Þar á ég alveg nóg inni,“ segir Birgir. Bakhlið 111 með lista yfir lögin á plötunni (fyrir utan leynilagið). Hefurðu þróast mikið sem tónlistarmaður á þessum fimm árum? „Alveg helling, sum þessara laga tengi ég varla við. Elsta lagið þarna átti að vera á hinni plötunni og var tekið upp fyrir sex árum,“ segir Birgir og bætir við að það sé í raun leynilag sem sé ekki á lagalistanum á bakhlið plötunnar. „Þetta er lag sem við Birnir gerðum 2018 og tókum aftur upp á nýtt fyrir tíu dögum og rush-uðum í mix og það kemur út í dag.“ Hvað heitir það lag? „Það heitir Freakshow.“ Strax byrjaður að hugsa um framtíðina handan 111 Er þetta náttúruleg þróun frá síðustu plötu eða ertu að breyta til? „Þetta er smá í takt við síðustu plötu en með nýju ívafi. Mér finnst þetta samt ekki vera úthugsuð stúdíóplata, þar sem hvert lag er útpælt, heldur meira safn af stökum lögum. En ég er strax byrjaður að vinna í næstu plötu sem verður miklu umfangsmeira og stærra verk.“ Platan 111 kemur út í dag og hefst útgáfuhófið upp úr 21 á Prikinu. Þar ætlar Birgir að flytja lög af nýju plötunni ásamt góðum gestum, þar á meðal Þorra og Krabbamane, sem aðdáendur rapparans ættu að kannast við. Útgáfa sem þessi eru tímamót hjá öllum tónlistarmönnum. Það er ekki auðvelt að gefa út heila plötu og hvað þá aðra til. En Birgir virðist ekki ætla að staldra lengi við 111 og er þegar byrjaður að horfa til framtíðar. „Það er meira dót á leiðinni, ég ætla að vera full-on í tónlist næstu tvö ár og gera eitthvað stórt,“ segir Birgir Hákon að lokum.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Hætti að handrukka þegar mamma greindist með krabbamein Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaðu að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. 10. október 2019 10:35 Úrvalslið rappara í eina sæng Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið. 11. september 2023 18:00 Birgir Hákon: „Ég er ekki fyrirmynd, foreldar eru fyrirmynd “ Rapparinn Birgir Hákon gefur út lag og myndband sem gefur hlustendum sýn í hans eigin raunveruleika. 22. júní 2018 16:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hætti að handrukka þegar mamma greindist með krabbamein Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaðu að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. 10. október 2019 10:35
Úrvalslið rappara í eina sæng Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið. 11. september 2023 18:00
Birgir Hákon: „Ég er ekki fyrirmynd, foreldar eru fyrirmynd “ Rapparinn Birgir Hákon gefur út lag og myndband sem gefur hlustendum sýn í hans eigin raunveruleika. 22. júní 2018 16:30