Erlent

Kínverjar leysa einn fréttamann úr haldi, ákæra tvo aðra

Kínverjar leystu í dag úr haldi fréttmann sem hafði verið sakfelldur fyrir fjárkúgun. Á sama tíma ákærðu þeir tvo greinahöfunda, sem birtu skrif sín á internetinu, fyrir að grafa undan hinu kínverska alþýðuveldi.

Fréttamaðurinn sem var leystur úr haldi hafði verið fangelsaður í júní vegna skrifa sinna um spillingu meðal embættismanna. Þrátt fyrir að hafa verið látinn laus gildir dómurinn yfir honum ennþá.

Kínverjar, sem eru með um 30 þúsund manns í vinnu við að ritskoða internetið, eru leiðandi afl í fangelsun fréttamanna. Samkvæmt skýrslum samtakanna Fréttamenn án Landamæra gista alls 32 þeirra fangageymslur kínverska ríkisins ásamt um 50 baráttumönnum fyrir frjálsu interneti í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×