Erlent

Evrópusambandið að miðla málum milli Rússa og Georgíumanna

Georgíski forsetinn Mikhail Saakashvili (til vinstri) og rússneski forsetinn Vladimir Putin (til hægri).
Georgíski forsetinn Mikhail Saakashvili (til vinstri) og rússneski forsetinn Vladimir Putin (til hægri). MYND/AP

Evrópusambandið (ESB) er sem stendur að reyna að koma á sáttum á milli Rússlands og Georgíu. Samskipti ríkjanna hafa versnað til muna undanfarið vegna áhuga forseta Georgíu á því að ganga í ESB. Javier Solana, utanríkisráðherra ESB, hefur verið í samningaviðræðum við forseta landanna tveggja síðustu daga en með litlum árangri.

Viðskipta- og flutningabannið sem Rússland kom á gagnvart Georgíu vegna þessarar deilu varð til þess að utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna gáfu nýverið frá sér harða yfirlýsingu á stefnu stjórnvalda í Moskvu. Ráðamenn í Moskvu hafa hins vegar kennt Georgíumönnum um samstarfsörðugleikana.

Finnland gegnir um þessar mundir forsæti í Evrópusambandinu og hefur forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, verið beðinn um að aðstoða í málinu. Hefur Vanhanen sagt að hann muni ræða stöðu mála á væntanlegum fundum þeirra Pútíns Rússlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×