Erlent

Þúsundir fjölmenntu á götu Tehran

Þúsundir Írana fjölmenntu á götum úti í Tehran í morgun til að sýna stuðning sinn við Palestínu. Mótmælendur vildu með aðgerðum sínum ítreka andstöðu sína við Ísraelsríki.

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írana, tók þátt í mótmælunum en hann sagði Ísraelsríki ekki hafa neinn tilverurétt og kallaði leiðtoga þess hóp hryðjuverkamanna.

Forsetinn vék einnig orðum sínum að kjarnorkudeilunni. Hann sagði Bandaríkjamenn og Breta óvini írönsku þjóðarinnar. Hann lofaði framleiðslu Írana á kjarnorku innan fimm ára og að hann væri tilbúinn að selja vestrænum þjóðum hana með helmingsafslætti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×