Innlent

Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC

MYND/NFS

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World.

Árni sagði meðal annars að þar sem mál hefðu lítið þróast að undanförnu innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og ekki útlit fyrir breytingar þar á bæ hefðu íslensk stjórnvöld ákveðið að hefja veiðarnar. Grænfriðungar hafa lýst því yfir að þeir hyggist fá Íslendinga ofan af ákvörðuninni en Árni sagðist aðspurður á BBC ekki sjá hvernig það yrði gert. Íslendingar hefðu rétt eins og aðrar þjóðir til þess að nýta auðlindir sínar á sjálfbæran hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×