Erlent

Mikil mengun í Rússlandi og Sambíu

Rússnesk borg þar sem efnavopn voru eitt sinn framleidd og þorp í Sambíu þar sem koparnámur er að finna eru meðal 10 menguðustu staða á jarðkringrunni, að mati bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Blacksmith Institute. Að mati samtakanna er mengun um allan heima að valda sjúkdómum og kvillum hjá einum milljarði manna.

Að mati Richards Fuller, stjórnanda samtakanna, veldur mengun og önnur umhverfisvá allt að 20% dauðsfalla í þróunarlöndum. Hætta sé á að fólk á þeim svæðum verði fyrir eitrun, fái krabbamein eða sýkingu í lungum auk þess sem margir eignist þroskaskert börn. Verst sé hvað mengun valdi skertum þroska hjá börnum og skaði því framtíð viðkomandi ríkja.

Það var í Dzerzhinsk í Rússlandi þar sem efnavopnvoru framleidd, þar á meðal Sarín og sinnepsgas. Að meðaltali ná karlmenn þar 42 ára aldri og konur verða fæstar eldri en 47 ára. Úrgangi og efnum sem urðu afgangs í framleiðslunni var hellt á svæði þar sem sem drykkjarvatn íbúa er sótt. Í þorpinu Kabwe í Sambíu er megnun frá koparnámum mikil og segir Fuller að hún fari tölvuert yfir hámark það sem Alþjóðheilbrigðismálastofnunin miði við.

Fuller segir að samtökin hafi rannsakað 300 þorp og bæi víða um heim. Enga staði í Bandaríkjunum er að finna á lista yfir þau 10 svæði þar sem mengun er mest. Fuller segir það vegna löggjafar sem hafi hjálpað til við að hreinsa til í landinu. Fyrir 20 til 30 árum hefðu nokkrar borgir í Bandaríkjunum hugsanlega ratað í hóp 10 verstu staða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×