Erlent

10 hermenn féllu í Írak í gær

MYND/AP

10 bandarískir hermenn féllu í árásum í Írak í gær. Fjórir þeirra féllu þegar vegsprengja sprakk nærri Bagdad. Þrír týndu lífi í árás í Diyala-héraði og þrír til víðbótar í öðrum árásum. Árásum á hermenn fljóðþjóðaliðsins í Írak hefur fjölgað síðustu vikur og hafa rúmlega 60 bandarískir hermenn fallið í landinu það sem af er þessum mánuði. Að meðaltali týna 3 bandarískir hermenn lífi í Írak á hverjum degi.

Um leið og mannskæðum árásum fjölgar hefur umræðan í Washington og Írak snúist um mögulega leiðir til að taka á öryggisástandi í landinu með öðrum hætti en hingað til.

Fram kemur á fréttavef BBC að minnst tveir íraskir lögreglumenn voru reknir úr sveitum sínum í gær vegna ásakana um að þeir hafi látið ódæði dauðasveita sjía-múslima gegn súnníum afskiptalaus. Ásakanir hafa komið fram síðustu vikur um að íraskri lögreglumenn hafi óbeint átt þátt í morðum sem liðsmenn dauðasveita hafi framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×