Erlent

Töluverðar skemmdir í jarðskjálfta

Kirkja á Big Island sem skemmdist í skjálftanum á sunnudaginn.
Kirkja á Big Island sem skemmdist í skjálftanum á sunnudaginn. MYND/AP

Kostnaður vegna skemmdir sem urðu þegar jarðskjálfti skók Hawaii á sunnudaginn nemur jafnvirði tæpra þriggja milljarða íslenskra króna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir eyjaklasann á Kyrrahafi í tvo áratugi. Óttast er að talan eigi eftir að hækka en starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveita á Hawaii og hópur verkfræðinga skoðar nú eyjarnar til að meta skemmdir á vegum, brúm, skólum og öðrum byggingum. Enginn dó í skjálftanum og enginn slasaðist alvarlega.

Fjölmargir eftirskjálftar hafa riðið yfir eftir stóra skjálftann og mældist sá öflugasti 4 á Richter. Mestar skemmdir urðu á helsta ferðamannastað Hawaii á Big Island. Sjö skólar þar skemmdust og var höfninni í Kawaihae lokað. Skemmdir urðu einnig á hinni sögufrægu Hulihee-höll. Þar er að finna muni frá því áður en vesturlandabúar komu til eyjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×