Erlent

Þýskir hermenn sakaðir um ofbeldi gagnvart fanga í Afganistan

Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvort Tyrki með dvalarleyfi í Þýskalandi hafi sætt ofbeldi af hálfu þýskra hermanna í Afganistan áður en hann var sendur í fangabúðirnar við Guantanamo-flóa.

Murat Kurnaz var sleppt úr haldi í ágúst síðastliðnum eftir nærri fimm ára dvöl í fangabúðunum og í viðtali við þýskt blað segir hann þýska hermenn hafa dregið sig á hárinu og skellt höfðinu í jörðina fyrir framan bandaríska hermenn í Afganistan.

Saksóknari í Potsdam hefur hafið rannsókn á málinu og sömuleiðis þýska varnarmálaráðuneytið. Þýsk stjórnvöld glíma auk þessa við ásakanir um að hafa hjálpað Bandaríkjunum að ræna meintum hryðjuverkamönnum og flytja þá til þriðja lands þar sem þeir sættu pyntingum við yfirheyrslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×