Erlent

Tveir látnir eftir lestarslys í Róm

Sjúkraflutningamenn hlúa að slösuðum á vettvangi í Róm.
Sjúkraflutningamenn hlúa að slösuðum á vettvangi í Róm. MYND/AP

Að minnsta kosti tveir eru látnir og um sextíu slasaðir, sumir mjög alvarlega, eftir árekstur tveggja neðanjarðarlesta í jarðlestakerfi Rómar í morgun. Haft er eftir slökkviliði á staðnum að einhverjir séu enn fastir í flökunum neðanjarðar.

Áreksturinn varð við lestarstöð í miðborg Rómar og hefur torgið fyrir ofan hana verið girt af. Slysið varð með þeim hætti að önnur lestin kom á fleygiferð inn á lestarstöðina og lenti aftan á hinni sem stóð kyrr. Óstaðfestar fregnir herma að lestarstjóri annarrar lestarinnar hafi ekki stöðvað við rautt ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×