Erlent

Barn Madonnu komið til London

Barnfóstra Madonnu kemur með David Banda, þrettán mánaða malavískan dreng, til London.
Barnfóstra Madonnu kemur með David Banda, þrettán mánaða malavískan dreng, til London. MYND/AP

Þrettán mánaða malavískur drengur sem söngkonan Madonna vill ættleiða kom til Bretlands í morgun. Skiptar skoðanir hafa verið um ættleiðingu Madonnu á drengnum og hafa mannréttindasamtök í Malaví reynt að koma í veg fyrir að poppsöngkonan ættleiði drenginn.

Talsmaður samtakanna segir að Madonna og eiginmaður hennar Guy Ritchie hafi ekki fylgt malavískum lögum sem kveða á um að fólk þurfi að dvelja með barninu í landinu í eitt og hálft ár áður en ættleiðing er heimiluð. Madonna og Ritchie hafa þegar fengið bráðabirgðaúrskurð frá dómstólum þar sem ættleiðingin er heimiluð.

Hjónin sneru aftur til Bretlands nú um helgina og í morgun komu svo lífvörður Madonnu og barnfóstra með drenginn til London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×