Erlent

Noboa hefur fengið flest atkvæði

Alvaro Noboa
Alvaro Noboa MYND/AP

Alvaro Noboa hafði hlotið flest atkvæði í forsetakosningunum í Ekvador þegar búið var að telja um fjórðung atkvæða. Alvaro Noboa er ríkasti maður landsins og hafði hann hlotið tæp 26% atkvæða. Sá sem næstur kom var Rafael Correa með rétt rúm 24% atkvæða.

Þrettán eru í framboði en hagfræðingurinn Rafael Correa naut mikillar hylli í kosningabaráttunni en hann er einarður stuðningsmaður og aðdáandi Hugos Chavez, forseta Venesúela.

Ef enginn frambjóðendanna nær meirihluta atkvæða verður kosið milli tveggja efstu í lok nóvember. Sigurvegarinn verður áttundi forseti landsins á tíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×