Erlent

Neyðarástandi lýst yfir eftir jarðskjálfta

Fjöldi verslana og fyrirtækja þurfti að loka vegna rafmagnsleysis.
Fjöldi verslana og fyrirtækja þurfti að loka vegna rafmagnsleysis. MYND/AP

Neyðarástandi var lýst yfir á Hawaii í gær eftir að jarðskjálfti upp á 6,6 á Ricther reið þar yfir. Skjálftinn eyðilagði byggingar og vegi víða um eyjarnar.

Yfirvöldum á Hawaii hafa ekki borist upplýsingar um manntjón í skjálftanum og engin hætta skapaðist á myndum fljóðbylgna. Hús á eyjunum urðu mörg hver rafmagnslaus eftir skjálftann í gær en rafmagn er þó komið á á ný. Skjálftanum fylgdi fjöldi eftirskjálfta og var sá öflugasti þeirra 5,8 á Richter. Skjálftinn er sá stærsti sem riðið hefur yfir eyjarnar frá árinu 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×